Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Þjóðlendukröfur í Dalasýslu 2016


 

1. Botn við Svínbjúg

Upphafspunktur er Smjörhnjúkar (1), sem er á sýslumörkum sem jafnframt eru mörk sveitarfélaga og kröfusvæðis, þaðan er sýslumörkum fylgt vestur að gili því sem er við brún Svínsbjúgs og sem rennur þar til suðurs (2), en þessi staður er jafnframt á sýslumörkum, þaðan er farið til norðurs eins og vötnum hallar inn á Burstarhrygg (3) og eftir háhryggnum að ármótum Burstarár og Skraumu (4), þaðan er farið suður eftir Skraumu að Þórugili (5), úr gilbotninum er farið upp á háfjall (6) og áfram eftir hábrúnum og á vatnaskilum suður yfir Þrúðufell (7), áfram suður eftir hábrúnum og síðan vestur yfir Urðarmúla (8) og þaðan í Smjörhnjúka (1), sem jafnframt er upphafspunktur.

 

2. Fjalllendi Hrafnabjarga

Upphafspunktur er á Tröllakirkju (1), sem er á sýslumörkum Dalasýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem jafnframt eru sveitafélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er sýslumörkum fylgt til austurs og síðan norðurs á Hrútaborg (2), þaðan er farið eftir hábrúnum til norðvestur og niður í Einhamragil (3) og gilinu fylgt ofan í Laugará (Langá) (4), ánni er fylgt norður að þeim stað sem Hundsgil kemur í hana úr vestri (5), gilinu er fylgt upp á háeggjar Hólsfjalls (Hundahnúks) (6), þaðan er farið eftir hábrúnum og á vatnaskilum suður yfir Þrúðufell (7), áfram á hábrúnum suður og síðan vestur í Smjörhnjúka (8), sem eru á sýslumörkum, þaðan er sýslumörkum fylgt suður í Tröllakirkju (1) sem er upphafspunktur.

 

3. Fjalllendi Fremri-Vífilsdals

Aðalkrafa: Upphafspunktur er á toppi Hests (1), þaðan er farið suður eftir hábrúnum og á vatnaskilum fyrir Rangárdalsbotn, um Kattarhryggi og í Hrútaborg (2) sem er á sýslumörkum sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, sýslumörkum er fylgt austur, síðan suður og svo austur fyrir Vífilsdalsbotn og á hábungu Hundadalsheiðar (3), þaðan er farið norður og á vatnaskilum milli Vífilsdals og Njóladals að þeim hæsta punkti á Hundadalsheiði sem er í háaustur frá ármótum Oddsgils og Vífilsdalsár (4), þaðan er bein sjónhending vestur í hátind Seljamúla, þaðan sjónhending norður yfir Rangárdal í hæsta punkt á Sléttafjalli (5) og þaðan vestur eftir því sem vötnum hallar í topp Hests (1) sem er upphafspunktur. Varakrafa: Upphafspunktur er á sýslumörkum á Urðarhrygg (1) þar sem vötnum hallar milli norðurs og suðurs, en mörk þessi eru jafnframt sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er sýslumörkum fylgt suður og svo austur fyrir Vífilsdalsbotn og á hábungu Hundadalsheiðar (2), þaðan er farið norður og á vatnaskilum milli Vífilsdals og Njóladals að þeim hæsta punkti á Hundadalsheiði sem er í háaustur frá ármótum Hnausagils og Vífilsdalsár (3), þaðan er bein sjónhending suðvestur í ármót Víðigils og Vífilsdalsár (4) og þaðan sjónhendingu vestur upp á þann stað á Urðarhrygg (1) sem á sýslumörkum, þar sem vötnum hallar milli norðurs og suðurs, sem jafnframt er upphafspunktur.

 

4. Landsvæði sunnan Hundadals ásamt Hundadalsheiði

Aðalkrafa: Upphafspunktur er á hábungu Hundadalsheiðar (1), sem er á sýslumörkum sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er farið norður eftir því sem vötnum hallar gagnvart Suðurárdal, allt norður á hátind Skallholsmúla (2), þaðan er farið beint í vestur og niður í botn Hundadals, þar sem Njóladalsá og Eyðisdalsá koma saman (3) og svo áfram vestur upp úr botni Hundadals upp á efstu brún Hundadalsfjalls (Dauðakolluhnúar) (4), þaðan er farið suður og eftir því sem vötnum hallar, á hábungu Hundadalsheiðar, (1) sem er upphafspunktur. Varakrafa: Upphafspunktur er á hábungu Hundadalsheiðar (1), sem er á sýslumörkum sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er farið norður eftir því sem vötnum hallar gagnvart Suðurárdal, allt að þeim hæsta punkti á Hlíðartúnsfjalli sem er í hávestur af ármótum Kringlugils og Miðár (2), þaðan er farin sjónhending í vestur að þeim hæsta punkti sem er í háaustur af Oddsgili í Vífilsdal (3), þaðan er farið suður og eftir því sem vötnum hallar, á hábungu Hundadalsheiðar (1) sem er upphafspunktur.

 

5. Sauðafellsselland

Upphafspunktur eru ármót Kringlugils og Miðár (1), þaðan er farið beint vestur upp á efstu fjallsbrún á Hlíðartúnsfjalli (2) og svo þaðan suður eftir því sem vötnum hallar á hábungu Hundadalsheiðar (3), þaðan er sýslumörkum sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis fylgt til suðaustur yfir Merkjahrygg og að drögum Suðurár (4), þaðan er Suðurá og síðan Miðá fylgt norður að ármótum hennar og Kringlugils (1) sem jafnframt er upphafspunktur.

 

6. Geldingadalur

Upphafspunktur er þar sem Fremragil endar við Tunguá (1), þaðan ræður gilið upp á Geldingafell þar til vötnum fer að halla (2), þaðan er farið austur eftir fjallinu og á vatnaskilum í Lambahnjúk (3), þaðan til suðurs eftir hæstu brúnum í Gamalhnjúka (4), þaðan til vesturs í Seljafjall (5) og svo áfram vestur og á vatnaskilum milli Reykjadals og Geldingadals í fjallið Háf (6), þaðan eftir hábrúnum í hákoll Tungufells (7) og þaðan beint niður í Tunguá gengt þeim stað sem Fremragil endar við ána (1), sem jafnframt er upphafspunktur.

 

7. Landsvæði sunnan og vestan Villingadalsdraga

Upphafspunktur er á hæsta tind Gamalhnjúka (1), þaðan er farið til austurs og farið suður fyrir drög Villingadals og austur á þann stað í fjallinu Krossbrún þar sem vötnum fer fyrst að halla til Bekradals (2), þaðan er farið suður og á vatnaskilum að Sátutagli (3), sem er við sýslumörk sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, sýslumörkum er svo fylgt til vesturs og svo til suðurs í Merkjahryggskoll (4), sem ennfremur er á sýslumörkum, þaðan er farið norður eftir Merkjahrygg og eftir hábrúnum í Gamalhjúka (1), sem jafnframt er upphafspunktur.

 

8. Jörfaafréttur

Upphafspunktur er við Sátutagl (1), á sýslumörkum Dalasýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu sem jafnframt eru sveitafélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er farið norður eftir hæstu brúnum Krossbrúnar og á vatnaskilum milli Sléttadals og Villingadals, að efstu gildrögum Þorleifsstaðagils (2), gilið ræður síðan merkjum til austurs ofan í Haukadalsá (3), þaðan ræður Haukadalsá merkjum til suðurs upp á fjall og að sýslumörkum (4) og svo er sýslumörkum fylgt vestur að Sátutagli (1), sem er upphafspunktur.

 

9. Stóri-Vatnshornsmúli

Upphafspunktur eru ármót Haukadalsár og Svínadalsár (1), þaðan er Svínadalsá fylgt austur upp á fjall og að sýslumörkum gagnvart Strandasýslu, sem jafnframt eru sveitafélagamörk og mörk kröfusvæðis (2), þaðan er sýslumörkum fylgt suður til Tröllakirkju (3) og þaðan er sýslumörkum gagnvart Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem jafnframt eru sveitarfélagamörk og mörk kröfusvæðis, fylgt vestur að upptökum Haukadalsár (4), sem svo er fylgt til norðurs að ármótum hennar og Svínadalsár (1), sem er upphafspunktur.

 

10. Fjalllendi Skarðs

Upphafspunktur er neðst í Svartagili í Haukadalsskarði (1), gilinu er fylgt norður upp á fjall og í um 600 metra hæð er farið vestur og norðvestur eftir fjallinu Bana og eftir sömu hæðarlínu að Skarðsgili (2), gilinu er fylgt norðaustur svo langt sem það nær og að svokölluðum Sandhóli við Skarðsgilsbotn (3) en þaðan beina sjónhendingu í norðvestari grjóthól á hábungu Geldingafells (4), sem jafnframt eru sýslumörk gagnvart Strandasýslu, sveitafélagamörk og mörk kröfusvæðis, sýslumörkum er svo fylgt til suðurs yfir Haukadalsskarð og að Svínadalsá (5), sem svo ræður merkjum til vesturs niður í Haukadalsá (6) og þaðan ræður Haukadalsá til norðurs að þeim stað sem lækjarfarvegurinn austan úr Haukadalsskarði mætir Haukadalsá (7), botni Haukadalsskarðs er svo fylgt að Svartagili (1) sem er upphafspunktur.

 

11. Vatns-Þverdalur

Upphafspunktur er upptök Hrútagils við Þverá (1), þaðan er Hrútagili fylgt upp í gilsbotn á Laxárdalshálsi (2), þaðan er farið eftir því sem vötnum hallar austur eftir hálsinum, í suðurenda Þrándarvatns (3), þaðan er farið suðaustur á þann múla (Leirmúla) (4) sem er framanvert við minni Þverdals, neðan til við Stórahvamm og neðan til við neðra Fjárgil, og þaðan stystu leið í Þverá sem síðan ræður merkjum vestur til Hrútagils (1) sem er upphafspunktur.

 

12. Flekkudalur

Upphafspunktur er hæsti tindur fjallsins Göltur (1), þaðan er farið norðvestur í Flekkudalsá þar sem Hólkotslækur rennur í hana að vestanverðu (2), Hólskotslæk er fylgt upp fjallið og þaðan upp í norðaustasta tind Tungumúla (3), þaðan er farið eftir því sem vötnum hallar, norðaustur yfir Miðfjallshrygg (4) og að Þverfjalli (5), þaðan áfram norðaustur eftir því sem vötnum hallar yfir Hrossaborg (6), þaðan austur eftir háfjalli og á vatnaskilum, í syðsta tind Skeggaxlar, (787 metra hár) (7), þaðan er farið suðaustur og á vatnaskilum í Skothrygg (8), þaðan beina línu suðvestur að upptökum þess lækjar (9) sem rennur í Hafnarvatn, þaðan beina sjónhendingu í vestari upptök Grensár á Hraunum, (10), þaðan er farið suðvestur eftir því sem vötnum hallar, yfir Vatnamúlaborg og Lægðarbrún að upptökum Helluár í Helludal (11), og þaðan suðvestur eftir því sem vötnum hallar í hæsta tind á fjallinu Göltur (1), sem er upphafspunktur.

 

13. Svínadalur/Hölknárheiði/Hvolssel

Upphafspunktur er á vatnaskilum milli Hádegisfells og Miðfjalls, fyrir vestan upptök árinnar í Hrafnagili (1), þaðan er farið beint austur í Hrafnagil og eftir gilinu í Svínadalsá (2), frá ármótunum austur eftir þeim læk sem kemur úr Réttargili og svo í Réttargil (3) sem ræður merkjum til upptaka þess (4), þaðan er sjónhending í efstu drög Glerár efst á Snjófannadal (5), þaðan sjónhendingu að upptökum Köldukvíslar (6), þaðan sjónhendingu í Gaflfell (7), sem er á sýslumörkum gagnvart Strandasýslu, sem jafnframt eru sveitafélagamörk og mörk kröfusvæðis, þaðan er sýslumörkum fylgt norðvestur í Hólkonuhnúk (8), þaðan er farið vestur eftir háfjallinu í að hæsta punkt á Villlingadalshyrnu, efst í dalsbotni Villingadals (9), þaðan beina sjónhendingu niður fjallið í upptök Njálsgils (10), sem síðan ræður merkjum vestur í Svínadalsá (11), ræður áin síðan merkjum norður þangað sem Snasagil kemur í Svínadalsá að vestan (12), þaðan er farið upp Snasagil á hæsta punkt Hádegisfells, (13), þá suður eftir Hádegisfelli, eins og vötnum hallar og að áðurnefndum stað á vatnaskilum milli Hádegisfells og Miðfjalls, sem er upphafspunktur (1).