Listasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Á neðri hæðinni í Leifsbúð er nú sýning á völdum verkum úr Listasafni Dalasýslu.
Listasafn Dalasýslu var stofnað 1993 fyrir tilstuðlan Helga Þorgils Friðjónssonar. Listasafn Dalasýslu á nú margt góðra verka eftir listamenn úr Dölum, brottflutta og ættaða Dalamenn, auk velunnara.
Hluti verkanna hafa verið frammi í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal við misgóðar aðstæður og löngu orðið tímabært að þessi verk fái að njóta sín betur.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Birgir Snæbjörn Birgisson sáu um að velja verk og setja upp sýninguna.
Aðgangseyrir er einfaldur, áritun í gestabók sem liggur frammi.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei