Miðbraut 11
370 Búðardalur
Sími 430 4700
Starfsmenn

Slökkviliðsstjóri er Ívar Örn Þórðarson (855 1658 / slokkvilid @dalir.is).

Hlutverk
Slökkviliðið sér um eldvarnarfræðslu í skólum. Jafnframt útvegar það eldvarnarbúnað og veitir ráðgjöf fyrir heimili og stofnanir ef þess er óskað.
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs.

Dalabyggð er aðili að Brunavaörnum Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Tilgangur þess er að fara með skipulag, yfirstjórn, þjálfun vegna slökkviliða og eldvarnaeftirlits á starfssvæðinu.

Eini starfsmaður félagsins er slökkviliðsstjóri að undanskildum varðstjórum sveitafélaganna sem leysa slökkviliðsstjóra af á bakvöktum.
Rekstur einstakra slökkviliða er undir hverju sveitafélagi fyrir sig og er sjálfstæð eining en undir stjórn slökkviliðsstjóra.

Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á gerð sameiginlegrar brunavarnaáætlunar, fjárhagsáætlunar fyrir hvert slökkvilið og starfsáætlunar ásamt því að bókhald og fjárreiður séu í samræmi við lög og viðurkenndar venjur.
Einnig sér slökkviliðsstjóri um skipulag og framkvæmd á eldvarnaeftirliti sveitafélaganna ásamt æfingum og þjálfun slökkviliðsmanna.

Eldvarnaeftirlit

Samkvæmt 20. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.

Skoðunaráætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda – Dalabyggð 2024

Auk þeirra sem fram koma í eftirlitsáætlun mega önnur fyrirtæki og stofnanir eiga von á skoðun frá eldvarnaeftirliti, meðal annars vegna umsagna um tækifæris- og rekstrarleyfi, öryggis- og lokaúttekta o.fl.

Brunavarnaráætlun
Brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Dala, Reykhóla og Strandir: Brunavarnaráætlun Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda 2022-2026
Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei