Breytingar sem taka gildi 4.maí n.k.

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi.

Því verður hægt að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum.
Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri.

Rýmkun á reglum um takmarkanir á skólahaldi og samkomum er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Í auglýsingunni felst að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla.

Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna.
Sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og annarri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Einnig verður heimilt að sinna heilbrigðisþjónustu sem krefst snertingar eða nálægðar, svo sem læknisskoðunum, tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun.

Enn fremur er starfsemi nuddstofa, hárgreiðslustofa, snyrtistofa og sambærileg starfsemi heimil, en gætt skal að fjarlægð milli viðskiptavina, sem og sótthreinsun og þrifum.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla verður heimil.

Skemmtistaðir, krár og spilasalir skulu áfram vera lokaðir og þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 23.00 alla daga vikunnar.

Söfn og menningarstofnanir geta opnað að nýju þann 4 maí en þar þarf að virða fjöldatakmarkanir.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, 21.apríl 2020.
Frétt um breyttar reglur á vef Stjórnarráðs.

—– —– —– —– —–

As of 4 May, larger gatherings will be limited to 50 people, instead of 20, and service providers, such as hair salons and dentists, will be able to open their doors again. High schools and universities will reopen with certain limitations, while elementary schools and preschools will return to normal. The decision is based on the recommendations of the Chief Epidemiologist.

To read more in English, click here.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei