Byggðasafn Dalamanna – sögustund aflýst

Dalabyggð Fréttir

Sögustund aflýst / frestað vegna veðurs og færðar
Laugardaginn 20. febrúar kl. 15 mun Hafdís Sturlaugsdóttir flytja erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal.
Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
Þá verða til sýnis og greiningar ljósmyndir úr filmusafni Jóns og Guðmundar í Ljárskógum og eitthvað af ógreindum ljósmyndum í vörslu Byggðasafns Dalamanna.
Sögustundin hefst kl. 15, en safnið er opið kl. 14-18. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.
Sælingsdalslaug er opin kl. 14-18 laugardaginn 20. febrúar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei