COVID smit á Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Því miður er komið upp Covid smit á Silfurtúni.

Áhersla er á velferð íbúa en það liggur fyrir að ástandið verður erfitt á meðan þetta gengur yfir. Staðan er tekin frá degi til dags.

Mikið álag er á starfsfólk og mögulega kemur til þess að kalla þarf eftir aðstoð utan frá. Allir reyna sitt besta til að láta starf heimilisins ganga.

Stjórn Silfurtúns fundaði í gær og má finna fundargerðina í heild hér: Fundargerð 55. fundar Stjórnar Silfurtúns

Á fundinum var rætt um stöðuna vegna smita. Í dag voru sendar upplýsingar um stöðuna til fulltrúa aðstandenda. Búið er að láta skráða bakverði vita af því að til þess gæti komið að kallað yrði eftir aðstoð þeirra.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei