Dalapósturinn er kominn út

Dalapósturinn kemur nú út í fyrsta skipti. Stefnt er að því að gefa hann út fjórum sinnum á ári. Honum er ætlað að færa íbúum Dalabyggðar fréttir úr stjórnsýslu sveitarfélagsins auk annarra frétta sem eiga erindi við Dalamenn. Hér er ekki um hefðbundinn fjölmiðil að ræða sem ætlað er að keppa við aðra fjölmiðla á svæðinu enda er vettvangur þeirra allt annar.

Dalapóstinum er dreift á hvert heimili í Dalabyggð og en einnig má nálgast hann hér á síðunni í PDF formi. Vonandi eru Dalamenn og aðrir áhugamenn um Dalabyggð ánægðir með framtakið.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei