Félagslíf eldri borgara 1.-7. mars

Dalabyggð Fréttir

Dagskrá Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi næstu viku, 1. – 7. mars.

Mánudagur

Gönguhópurinn fer frá Samkaupum kl. 10:30 og kaffisopi er að göngu lokinni á Silfurtúni.
Kórinn æfir kl. 17 á mánudögum í tónlistarskóla.

Þriðjudagur

Kaffisopi kl. 10:30 á Silfurtúni.Sælingsdalslaug kl. 15:30. Sameinast er í bíla og farið er frá Rauðakrosshúsinu kl. 15:15.

Miðvikudagur

Tækjasalur Ólafs páa er opinn fyrir félaga kl. 11:45-12:45 á miðvikudögum fyrir eldri borgara.

Fimmtudagur

Félagsvist á Silfurtúni. Kaffi og með því kostar 500 kr.

Föstudagur

Gönguhópurinn fer frá Samkaupum kl. 10:30 og kaffisopi er að göngu lokinni á Silfurtúni.
Félag eldri borgara er opið 60 ára og eldri og mökum þeirra, þó þeir séu yngri. Ýmis fríðindi fylgja félagsaðild, þ.e. afsláttur hjá mörgum verslunum og þjónustu, bensíni og fleira. Nýir félagar eru velkomnir og bent á að hafa samband við Þrúði Kristjánsdóttur í síma 434 1124 eða 894 1824.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei