Félagslíf milli hátíða og um áramót í Dölum

Dalabyggð Fréttir

Milli hátíðanna er hægt að fara á jólaball, félagsvist, kaupa flugelda, fara í sund og á Byggðasafn Dalamanna. Á gamlársdag verður guðþjónusta í Hvammskirkju og um kvöldið verða að sjálfsögðu brennur og flugeldasýning.

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Óskar verður á Vesturbraut 12 í Búðardal 29.-31. desember.
Miðvikudaginn 29. desember opið kl. 14-20
Fimmtudaginn 30. desember opið kl. 14-22
Föstudaginn 31. desember opið kl. 10-16

Jólaball Lions verður miðvikudaginn 29. desember í Dalabúð kl. 17. Dansað verður í kringum jólatréið, heitt kakó og smákökur.
Sælingsdalslaug verður opin 28.-30. desember.
Þriðjudaginn 28. desember kl. 17-20
Miðvikudaginn 29. desember kl. 17-20
Fimmtudaginn 30. desember kl. 17-21

Byggðasafn Dalamanna verður opið miðvikudaginn 29. desember og fimmtudaginn 30. desember kl. 16-20. Tilvalið að skreppa að Laugum í sund og á safnið.
Félagsvist verður spiluð á vegum nemenda Auðarskóla í Tjarnarlundi fimmtudagskvöldið 30. desember kl. 20:00.

Guðþjónusta verður í Hvammskirkju á gamlársdag kl. 14. Sr. Halldór Reynisson þjónar Dalaprestakalli í desember í leyfi sr. Óskars Inga Óskarssonar.

Þrjár brennur verða í Dalabyggð á gamlárskvöld. Í Búðardal verður kveikt í brennunni á gamla fótboltavellinum kl. 20:30 og flugeldasýning í boði Dalabyggðar. Í Saurbænum verður kveikt í brennunni við Kverngrjót kl. 23:59 og á sama tíma í brennu Suðurdalamanna við Árblik.
Eftir áramót hefst síðan kennsla aftur í Auðarskóla þriðjudaginn 4. desember.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei