
Skoðunarkönnun fer því fram meðal Dalamanna hér á vef Dalabyggðar um hvaða fjall beri að tilnefna fjall Dalanna. Eina skilyrðið er að fjallið sé innan marka sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Dalamenn eru hvattir til að taka þátt hér á vef Dalabyggðar í vali á fjalli Dalabyggðar. Þar skal tilnefna fjall og rökstuðningur (a.m.k. eitt orð) verður að fylgja með hvers vegna viðkomandi fjall skuli vera fjall Dalanna. Ekki er skilyrði að senda inn nafn sendanda.
Þá er bara að setjast niður og velta fyrir sér hvaða þátta beri að taka tillit til þegar fjall Dalanna er valið? Er æskilegt að það sé að öllu leiti innan Dalanna eða teljast fjöll á mörkum héraða jafngilt? Hversu gott aðgengi er á fjallið, gangandi, ríðandi eða ökutæki? Hæð fjallsins? Hvort víða sést til fjallsins? Er fjallið auðþekkjanlegt tilsýndar? Er nafn fjallsins auðþekkjanlegt, t.d. lítil hætta á að það ruglist á við annað fjall með sama nafni? Á fjallið sér einhverja sögu eða tengist það sögu héraðsins? Þarf fjallið að vera „fallegt„, en þar getur smekkur fólks verið mismunandi?