Fjárhagsáætlun 2012

Dalabyggð Fréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2012 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 20. desember 2011. Gert er ráð fyrir að rekstur A-hluta með eignasjóði verði lítillega jákvæður, halli á rekstri samstæðu verði um 7 millj. kr.
Stærstu einingar í rekstri Dalabyggðar eru Auðarskóli og Silfurtún. Gert er ráð fyrir að rekstur Auðarskóla hækki ekki frá árinu 2011 þrátt fyrir launa- og kostnaðarhækkanir og rekstarkostnaður verði um 27 millj. kr. lægri en hann var á árinu 2010.
Hagræðingaraðgerðir síðustu missera eru því farnar að skila sér. Umtalsverður halli hefur verið á rekstri Silfurtúns á liðnum árum og er uppsafnaður bókfærður halli síðustu ára um 100 millj. kr. Gert er ráð fyrir að rekstarhalli ársins 2011 verði um 17 millj. kr. en með yfirstandandi hagræðingaraðgerðum er gert ráð fyrir að unnt verði að minnka hallarrekstur í 9 millj. kr. á árinu 2012. Vonast er eftir að velferðarráðuneytið komi til móts við óskir Dalabyggðar um leiðrétt framlög á árinu 2013 og reksturniðurstaða verði jákvæð frá og með árinu 2013.
Gert er ráð fyrir að taka 45 millj. kr. lán á árinu 2012 og að greiða niður lán um 22 millj. kr. Helstu framkvæmdir ársins verða við stjórnsýsluhús, Auðarskóla og Dalabúð. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbingingar Dalabyggðar í árslok 2012 nemi um 474 millj. kr. eða um 76% af tekjum. Það er betri staða en flest sveitarfélög landsins búa við en gæta þarf þess að skuldahlutfallið hækki ekki sem neinu nemur. Þá er nauðsynlegt að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá og með árinu 2013.

Ársreikningar og fjárhagsáætlanir Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei