Fjáröflun fyrir SAMFÉS

Dalabyggð Fréttir

Föstudaginn 30.janúar sl. stóð félagsmiðstöðin Hreysið í Búðardal fyrir áheitasöfnun til fjáröflunar til að komast á SAMFÉS. Nokkrir krakkar gengu í hús daginn áður til að safna áheitum með það fyrir augum að þrír krakkar í 10.bekk hlypu frá Búðardal og inn að Laugum og á meðan myndu sex aðrir í unglingadeildinni synda í sundlauginni. Þetta gekk svo sannarlega vel.
Tók það krakkana þrjá 2 klst. og 29 mín. að hlaupa inn eftir. Á meðan syntu hinir sex 470 ferðir samtals eða 11,75 km. Hver synti um 2 km.
Krakkarnir vilja þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn. Hafi fleiri áhuga á að styrkja þá er þeim bent á að hægt er að leggja inn á reikning Hreysins.
(312-13-300280 kt.510694-2019).
Í næstu viku er ætlunin að standa fyrir kökubasar og flöskusöfnun.
Nánar auglýst síðar.
Kveðja, Félagsmiðstöðin Hreysið
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei