Mikið hefur verið um að vera síðustu daga á Silfurtúni.
Á Sumardaginn fyrsta komu félagar úr Söngbræðrum í Borgarfirði og sungu inn sumarið.
Síðan hefur hún Rósa heimalingur frá Magnússkógum komið þrisvar sinnum í heimsókn, glatt íbúa með uppátækjum sínum og fengið mörg knús í staðinn.
Á Jörvagleði var myndlistarsýning á öðrum ganginum í húsinu og í gærkveldi komu síðan Sönghópurinn Hljómbrot og félagar úr Nikkolínu og héldu tónleika.
Það má því segja að fyrstu dagar sumarsins séu búnir að vera viðburðaríkir hjá íbúum.