Framkvæmdir á Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún fær um sex milljónir króna til viðhalds og endurbóta á einstaklingsrýmum og hreinlætisaðstöðu á heimilinu.

Framkvæmdum er nú lokið á annarri af tveimur íbúðum á Silfurtúni sem styrkurinn fer í. Myndir af nýrri aðstöðu má sjá hér fyrir neðan.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei