Framkvæmdir við Auðarskóla

Dalabyggð Fréttir

Með bréfi dagsettu 6. júní 2013 þakkar starfsmannafundur Auðarskóla sveitarstjórn fyrir að forgangsraða framkvæmdum í þágu skólans.
Sem dæmi eru nefnd nýtt útileiksvæði, hreystibraut, nýtt tölvuver, endurbætt smíðastofa og brunavarnakerfi við grunnskóla, viðbygging við leikskóla o.fl. Leik-, náms- og starfsumhverfi hefur þar með batnað til muna.
Nú er unnið að endurbyggingu kennslusundlaugar við Dalabúð og haldið verður áfram að skipta um glugga og hurðir og klæða útveggi hússins.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei