Fréttir frá Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Nú er búið að vera líf og fjör á Silfurtúni sl. daga.

Í síðustu viku kom Soffía Meldal og söng fyrir íbúa, á þriðjudaginn mætti kvenfélagið Fjóla í kaffi og spjall og á sunnudaginn spiluðu Halldór og Rikki með Guðmundi Erlendssyni fyrir íbúana.

Gönguhópurinn er duglegur að líta við í kaffi þegar þau eru á ferðinni.

Verið er að taka sameiginlega baðherbergið í gegn og sjáum fram á að það verði tilbúið á næstu dögum. Einnig er verið að taka eina íbúð í gegn og áætlun um að hefja vinnu við þá næstu fljótlega.

Við biðjum ættingja og vini um að hugsa til íbúa og endilega kíkja við ef tækifæri gefst.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei