Gjaldskrá félagsheimila

Dalabyggð Fréttir

Ný gjaldskrá félagsheimila var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 20. janúar og hefur tekið gildi. Eldri gjaldskrá gildir fyrir þá sem þegar hafa bókað og verið gefið upp verð, nema sú nýrri sé hagstæðari fyrir þá.
Heimilt er að víkja frá gjaldskrá ef áhugamannafélög og stofnanir sveitarfélagsins eiga í hlut.
Ekki er innheimt húsaleiga vegna fjáröflunarviðburða skóla eða félagassamtaka í heimabyggð (á ekki við um dansleiki).
Leigjendur sjá sjálfir um allt er viðkemur dansleikjahaldi s.s. skemmtanaleyfi, dyravörslu og annað.
Leigutaki annast sjálfur alla uppröðun og frágang. Eftir viðburð skal þurrka af borðum, raða upp borðum og stólum og sópa eða ryksuga gólf.
Sé eldhús leigt með skal leigutaki þvo upp, þrífa og ganga frá öllum eldhús- og borðbúnaði sem notaður var (eldavél, ofn, kælir, leirtau, hnífapör ofl.), þ.e. skilar húsinu eins og hann tók við því.
Ekki þarf skúra gólf né þrífa salerni. Uppröðun á borðum og stólum skal vera eins og komið er að húsinu, nema um annað sé samið við húsvörð.
Leigjendur fjarlægja sorp úr húsinu, hreinsa rusl utandyra og koma öllu rusli í næsta gám.
STEF gjöld koma til viðbótar leigugjaldi og eru rukkuð af seldum miðum skv. gjaldskrá STEFs. Skrifstofa Dalabyggðar innheimtir.
Sveitarfélagið sendir út greiðsluseðla vegna leigu. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.

Sérákvæði um útleigu Dalabúðar

Í Dalabúð er starfsemi á vegum Auðarskóla og gilda þess vegna sérákvæði um útleigu þar.
Mötuneyti
a) Hverfi áhöld eða búnaður úr eldhúsi og komi ekki í leitirnar er leigutaki ábyrgur og getur vænst sektar fyrir.
b) Leigutaka er ekki heimilt að notfæra sér matvöru sem skólamötuneytið á. (Á við um allar matvörur í búri, kælum og frysti; eins og olíu, hveiti, kaffi, mjólk og krydd)
c) Leigutaka er ekki heimilt að notfæra sér vörur sem skólamötuneytið á. (Á við um kaffipoka, filmur yfir mat, bréfþurkur, sorppoka og fl.)
d) Að öll áhöld séu í eldhúsi að lokinni leigu en ekki enn í notkun annarstaðar t.d. bakkar, skálar og fl. sem matur er fluttur burtu úr húsin með og á svo að skila síðar.
e) Skólinn er með starfssemi til kl. 8.00 – 16.00 mán. – fim. og til 8.00 – 14.30 á föstudögum. Húsið er ekki leigt á þessum tímum nema með umsömdum undantekningum.
Tónlistarskóli
a) Húsnæði tónlistardeildar Auðarskóla fylgir ekki útleigu á Dalabúð.
b) Hljóðfæri sem tónlistardeild Auðarskóla á fylgir ekki útleigu á Dalabúð.
c) Hljóðkerfi, míkrafónar, snúrur og fl. sem tónlistardeild Auðarskóla á fylgir ekki í útleigu á Dalabúð.
Búningsherbergi
a) Búningsherbergi fylgir ekki með í útleigu. Sé gert sérstakt samkomulag um útleigu búningsklefa þarf að skila þeim fullþrifnum fyrir mánudagsmorgun ef útleiga er á skólatíma.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei