![]() |
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu er nú á fullu að undirbúa árlegan haustfagnað sinn fyrsta vetrardag.
Eitt af verkunum er að smala saman og setja á hagyrðinga fyrir sviðaveisluna á föstudagskvöldið.
Hagyrðingar í ár verða Helgi Björnsson á Snartarstöðum, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson (betur þekktur sem Stera Pétur), Guðrún Jónína Magnúsdóttir í Smábæ og Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni.
Þau munu fræða okkur um landsins gagn og nauðsynjar í bundnu máli af sinni alkunnu snilld undir styrkri stjórn Bjarna Harðarsonar.
Að loknu sviðaáti og hagyrðingum endar Geirmundur og félagar kvöldið með harmonikutónlist og gömlu dönsunum.