Haustfagnaður FSD hefst í dag

Dalabyggð Fréttir

Haustfagnaður FSD hefst í dag með lambhrútasýningu í Stórholti í Saurbæ. Í kvöld verður síðan sviðaveisla, hagyrðingar og harmonikkutónlist í Dalabúð.
Íbúar hafa sýnt áhuga á að skreyta bæinn um helgina. Allir eru því hvattir til að skreyta húsakynni sín með ljósum, t.d. seríum. Þar sem nú er farið að dimma myndu þau njóta sín vel.
Lambhrútasýningar hefjast í dag. Skráðir eru 96 hrútar til keppni, 55 hyrndir, 16 kollóttir og 25 mislitir og ferhyrndir.
Á Íslandsmeistaramótið í rúningi er skráðir 11 keppendur. Keppni hefst í reiðhöllinni á morgun laugardag.
Gísli Þórðarson Spágilsstöðum
Gísli Þórðarson Mýrdal
Jóhann Hólm Ríkarðsson Gröf
Jón Ottesen
Julio Cesar Gutierrez Hávarðsstöðum
Jökull Helgason
Unnsteinn Kristinn Hermannsson Leiðólfsstöðum
Þorsteinn Logi Einarsson
Þorsteinn Jóhannsson
Þórarinn Bjarki Benediktsson
Þórður Gíslason Mýrdal
Dagskrá hátíðarinnar og ítarlegri upplýsingar má finna hér á heimasíðu Dalabyggðar
Sundlaugin á Laugum verður svo opin laugardaginn 23. október 10-16 á sama tíma og opna hrútamótið í innanhússknattspyrnu stendur yfir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei