Heim í Búðardal 2020 – Dagskrá

Dalabyggð Fréttir

Núna styttist í bæjarhátíðina „Heim í Búðardal“ sem verður 3.-5.júlí n.k.
Það er gaman að sjá að íbúar eru farnir að læða út skreytingum og við erum mjög spennt fyrir helginni þrátt fyrir að hún sé með nokkuð breyttu sniði vegna aðstæðna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
🌻 !! Dagskrá !! 🌻
FÖSTUDAGUR 3.JÚLÍ:
18:00-20:00 Kjötsúpurölt og hverfagrill í Búðardal
Bakkahvammur 4 – kjötsúpa
Ægisbraut 21 – kjötsúpa
Brekkuhvammur 1 – grill19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum

20:00-21:30 Pubquiz á Dalakoti

LAUGARDAGUR 4.JÚLÍ:

10:00-13:00 Ratleikur á víkingaslóðum á Eiríksstöðum.
Hægt að mæta hvenær sem er til þátttöku innan þess tíma.

10:30-12:00 Ungbarnastund á bókasafninu fyrir 2 ára og yngri.
Tónlist, bækur, gleði og eitthvað til að narta í.

12:00-14:00 Vestfjarðavíkingurinn við Auðarskóla.
Keppt verður í réttstöðulyftu og steinatökum.

13:00 Froðurennibraut í MS brekkunni.
Hægt að fara í sturtu á tjaldsvæði eftir rennibrautina ef vill.

13:00-17:00 Sýningar- og sölubásar í Dalabúð.
Matur, handverk, listaverk, skartgripir og svo margt fleira!
(sendið á johanna@dalir.is til að panta sölu-/sýningarborð)

14:00-15:00 Dalahestar teyma undir börnum.
Verða hjá leikskólanum, fyrir neðan sparkvöllinn.

15:00-16:00 Bátakeppni á bryggjunni.
Mæta með báta niður á bryggju til að taka þátt.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegast bátinn og þann sem kemst yfir á stystum tíma
Björgunarsveitin Ósk verður til aðstoðar í keppninni.
Börn 10 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Reglur:
– Báturinn þarf að vera heimagerður
– Báturinn þarf að bera einstakling þannig að hann sé a.m.k. þurr fyrir ofan hné þegar komið er á land að nýju
– Báturinn má ekki vera stærri í umfangi en 2 x 2 metrar
– Báturinn þarf að drífa á milli bryggjunar og rampsins (ca.15 metrar)
– Báturinn má ekki vera vélknúinn

16:00-17:00 Þorpssögur – gengið um Búðardal.
Undir leiðsögn Sigurbjörns Sveinssonar. Byrjum hjá Gunnarsbraut 6.

19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum.

19:30 Umhverfisviðurkenningar og úrslit skreytingakeppni kynnt fyrir kvöldvöku niðri við bryggju/Leifsbúð.
Slysavarnadeild Dalasýslu tilkynnir vinninga í happdrætti.

20:00 Kvöldvaka niðri við bryggju/Leifsbúð.
Hinn þaulvani Bjössi greifi heldur uppi fjörinu!

SUNNUDAGUR 5.JÚLÍ:

11:00 Laxárhlaup með UDN (ca.3,5km).

13:00-14:30 Skátarnir með ratleik.

15:00 Kómedíuleikhúsið með sýninguna „Dimmalimm“ í Auðarskóla.
Kostar aðeins 1.000kr.- inn.

15:00 Formleg opnun Vínlandsseturs í Leifsbúð.

15:30 – 17:00 Móttaka í Dalabúð vegna opnunar Vínlandsseturs – allir velkomnir

19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum

————————————————–

Og svo margt fleira:

🎉 Handverkshópurinn Bolli verður með opið frá kl.11:00-17:00. Alvöru íslenskt handverk úr Dölunum.
🎉 Ísbúðin í Búðardal verður opin frá kl.14:00-23:00 alla helgina. Ís, nammi og gos!
🎉 Veiðistaðurinn verður opinn frá kl.14:00-23:00 alla helgina. Fiskur, franskar og svo margt fleira!
🎉 Happy hour á Veiðistaðnum alla helgina (fös-sun) frá kl 19:30-20:30. Stór bjór á krana aðeins 500kr. Fiskisúpa og bláskel!
🎉 Opið á Eiríksstöðum frá kl.10:00-15:00 alla helgina. Upplifðu víkingatímann á spennandi hátt!
🎉 Opið á Rjómabúinu Erpsstöðum: 12:00-19:00 á föstudeginum, 12:00-17:00 á laugardeginum og 12:00-19:00 á sunnudeginum. Beint frá býli. Ís, skyr, ostar og margt fleira!
🎉 Sundlaugin á Laugum er opin frá kl.10-18 alla helgina. Frábært að fara í hressandi leiki eða slappa af í heitum potti!
🎉 Dalakot verður með opið frá kl.12:00-21:30 alla helgina. Góður matur og bar!
🎉 Frisbígolf. Fyrsta braut byrjar við tjaldsvæðið í Búðardal, þar er einnig hægt að leigja diska!

————————————————–

SKREYTINGAR verða eins og síðustu ár, þ.e.:
Grænn 💚 og/eða appelsínugulur 🧡 sunnan megin í þorpinu.
Rauður ❤️ og/eða blár 💙 norðan megin í þorpinu.
Við bætist í ár gulur 💛 og/eða fjólublár 💜 í dreifbýlinu!
Verðlaun verða veitt fyrir bestu skreytinguna 🏆
Svo núna er um að gera að vera frumlegur!

————————————————–

🌍 Á hátíðinni verða umhverfisviðurkenningar veittar í þremur flokkum:

– Snyrtilegasta lóð í þéttbýli
– Snyrtilegasta lóð í dreifbýli
– Snyrtilegasta lóð fyrirtækis/stofnunar

Því er um að gera að nota næstu daga til að hressa upp á umhverfið!

————————————————–

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei