Hert samkomubann og lokun samkomustaða

Nú hefur samkomubann verið hert enn frekar vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Takmörkunin tekur til landsins alls.

Þá hafa komið tilmæli um lokun samkomustaða vegna sérstakrar smithættu. Undir þetta falla sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn. Þetta þýðir að starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð er óheimil. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Þetta á einnig við um íþróttastarf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér.

Vegna þessa munu eftirfarandi samkomustaðir innan Dalabyggðar verða lokaðir frá og með 23. mars 2020:

  • Hérðasbókasafn Dalasýslu
  • Sundlaugin að Laugum
  • Íþróttahúsið að Laugum

Einnig hefur UMF Ólafur Pái tilkynnt að líkamsræktarstöðin í Búðardal verði lokuð frá kl.23:59 þann 23. mars.

Gildistími verður óbreyttur, þ.e. til og með 12. apríl næstkomandi nema stjórnvöld tilkynni annað.

Kristján Sturluson
Sveitarstjóri Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei