Húsnæðisbætur

Dalabyggð Fréttir

Þann 1. janúar 2017 taka lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur gildi. Sveitarfélögin munu þá hætta umsjón með húsaleigubótum.
Vinnumálastofnun mun annast framkvæmd laganna og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Almenn afgreiðsla verður í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta á Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.husbot.is. Þar er einnig að finna reiknivél fyrir húsnæðisbætur og umsóknareyðublöð.
Sérstakar húsaleigubætur verða ennþá til, en munu frá og með 1. janúar 2017 heita sérstakur húsnæðisstuðningur. Sótt verður áfram um sérstakan húsnæðisstuðning hjá viðkomandi sveitarfélagi.

Greiðslustofa húsnæðisbóta

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei