Innkaupareglur Dalabyggðar

Innkaupareglur fyrir Dalabyggð voru samþykktar í sveitarstjórn 18. janúar.
Þeim skal fylgt við öll innkaup, sem og lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 og lögum um framkvæmd útboða nr. 65/1993. Við innkaup skal taka mið af EES reglum þegar það á við.
Reglur þessar eru til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum og til að tryggja gæði vöru, þjónustu og verka.
Reglur þessar gilda fyrir allar stofnanir, svið og deildir sem rekin eru á vegum Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei