Íslandsmeistaramót í rúningi 2013

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur sem fyrr fyrir Íslandsmeistaramótinu í rúningi fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. Keppnin hefst kl 14 í reiðhöllinni í Búðardal.
Rúningsmenn og konur sem ætla að taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig hjá Jóni Agli í síma 867 0982 eða á netfangið bjargey @simnet.is. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 21. október. Vegleg verðlaun eru í boði og ekki síður virðuleg nafnbót.
Er þetta í sjötta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistartitilinn í rúningi.Núverandi Íslandsmeistari er Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf í Laxárdal. Árið 2011 sigraði Hafliði Sævarsson í Fossárdal í Berufirði og Julio Cesar Gutierrez á Hávarsstöðum í Leirársveit var Íslandsmeistari 2008-2010.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei