Íþrótta- og tómstundabæklingur – haust 2021

Dalabyggð Fréttir

Gefin hefur verið út „Íþrótta- og tómstundabæklingur“ fyrir haustið 2021.

Bæklingur þessi er ekki nýr af nálinni, honum er ætlað það hlutverk að íbúar, foreldrar og börn hafi yfirsýn á framboði íþrótta og tómstunda í sveitarfélaginu.
Einnig getur bæklingurinn nýst nýjum íbúum og þeim sem að málaflokknum standa í stjórnum og nefndum sveitarfélagsins.

Í bæklingnum má m.a. finna upplýsingar um félagsstarf Auðarskóla, Glímufélag Dalamanna, Skátafélagið Stíganda, Íþróttafélagið Undra, Unglingadeildina Óskar, líkamsræktarstöð Óla Pá, Sælingsdalslaug og tómstundastyrki svo eitthvað sé nefnt.

Í formála segir m.a.:
Um þessar mundir er mikill vöxtur og þróun í íþrótta- og tómstundastarfi sveitarfélagsins. Helst er að nefna að aðstaða félagsmiðstöðvar var færð úr Rauða kross húsinu og inn í grunnskólann nú í byrjun skólaárs. Það kallar á samvinnu skólans og þeirra sem sinna félagsmiðstöðvarstarfinu. Einnig hefur nýtt íþróttafélag verið stofnað og hefur fengið nafnið Íþróttafélagið Undri. Á kynningarfundi félagsins, sem haldinn var 2. september 2021, var lögð fram metnaðarfull dagskrá fyrir börn og ungmenni. Þar er lögð áhersla á eflingu íþróttaiðkunar í öllum aldursflokkum barna og ungmenna og fleiri íþróttagreinum bætt við auk fjölgunar æfingatíma í greinum sem áður hafa verið stundaðar. Öflugur hópur stendur að baki stofnunar félagsins og ánægjulegt verður að fylgjast með starfi þeirra í framtíðinni. Við óskum stofnendum íþróttafélagsins Undra til hamingju með þetta framfaraskref og velfarnaðar í starfi.

Bæklinginn og nánari upplýsingar er að finna hér: Íþróttir- og tómstundir í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei