Íþróttir og sund á Laugum

Dalabyggð Fréttir

Í sex laugardaga í janúar og febrúar verður íþróttaskóli, frjálsíþróttaæfingar og opin sundlaug á Laugum.

Íþróttaskóli

Íþróttaskólinn er fyrir 2-6 ára krakka og verður kl. 10:30-11:30. Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur.

Frjálsíþróttaæfingar

Frjálsíþróttaæfingar verða fyrir börn á grunnskólaaldri á vegum UDN kl. 11:30-12:30. Þar sem slíkar æfingar hafa ekki verið í boði yfir vetrartímann er ætlunin að byrja á að auglýsa sex skipti og sjá svo til með framhaldið eftir því hvernig þátttakan verður.

Sælingsdalslaug

Sælingsdalslaug verður síðan opin kl. 10:30-13:30 í tengslum við íþróttaskólann og frjálsíþróttaæfingarnar.
Umræddir laugardagar eru 7. janúar, 14. janúar, 28. janúar, 4. febrúar, 11. febrúar og 25. febrúar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei