Jörfagleði – föstudaginn 15. apríl

Dalabyggð Fréttir

Formlega hefst Jörfagleði í dag með setningu hátíðarinnar í Dalabúð kl. 19:50, á undan frumsýningu Leikfélags Laxdæla.
Ljósmyndasýning Tona, Leirmunasýning Guggu Björns, Ólafsdalssýning og Listasafn Dalasýslu verða í Leifsbúð. Útvarp Auðarskóla verður með útsendingar. Leikfélag Laxdæla frumsýnir Baðstofuna eftir Hugleik Dagsson í Dalabúð. Og síðan verða tvennir tónleikar; Halli Reynis í Leifsbúð og Feðgasprell á Pöbbanum.
Nánari upplýsingar um tímasetningar og einstaka viðburði má finna í Dalapóstinum eða á vef Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei