Jörfagleði – Handritin alla leið heim

Dalabyggð Fréttir

Í ár eru því 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar og mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum minnast þess með margvíslegum hætti allt árið. Handritin alla leið heim er eitt af verkefnum Árnastofnunar á afmælisárinu.
Eftirlíkingar af sex handritum verða sýndar á sex stöðum vítt og breitt um Ísland, sem næst þeim stöðum sem Árni fékk þau.
Fyrsta eftirgerðin verður afhent í heimahéraði Árna, Dölunum. Um er að ræða eftirgerð að rímnahandriti frá Staðarhóli í Saurbæ. Dalamenn muni taka á móti eftirgerðinni sunnudaginn 28. apríl í Tjarnarlundi.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands.

Jörfagleði

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei