Jörfagleði – laugardaginn 16. apríl

Dalabyggð Fréttir

Jörfagleði heldur áfram í dag og er eitthvað um að vera frá kl. 10 og fram eftir nóttu eins og vera ber.
Byrjað er á morgunkaffi með kusunum á Erpsstöðum, hestaíþróttamóti Glaðs og fótboltamóti UDN kl. 10. Sýningar í Leifsbúð opna síðan kl. 11:30.
Á hádegi er síðan gjörningur við Auðarskóla (við Vesturbraut), sýningar í Auðarskóla og markaður í Björgunarsveitarhúsinu.
Klukkutíma síðar, kl. 13, hefst Davíðsmótið í bridge á Silfurtúni, sýning á kvikmyndinni Kurteist fólk og Kaffi-Kind á Hrútsstöðum.
Spunakonurnar verða síðan mættar í Auðarskóla kl. 14 og Tónlistarhátíð í Dölum kl. 15.
Útvarp Auðarskóli verður síðan með útsendingar kl. 17-19 og í lokin Eitísball á Pöbbanum og Skítamórall í Dalabúð.
Ekki er alveg á tæru hvernig fólk á að komast yfir alla þessa dagskrá. Fólk með valkvíða á því erfiðan dag framundan.
Góða skemmtun á Jörfagleði !
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei