
Þá verður hægt að skoða sýningarnar Vestur- og Norðurland með augum Tona, Búðardalur-Augnablikin heima, sýningar í Auðarskóla og sýning og spjall á Silfurtúni.
Í íþróttahúsinu á Laugum verður innanhúsmót í fótbolta, í Auðarskóla jóganámskeið og í Tjarnarlundi Davíðsmótið í bridge.
Í Dalabúð verður dagskrá yfir miðjan daginn þar sem fram koma Hlöðver Smári og félagar í hljómsveitinni OAS, Gospelkórinn, Harmonikkufélagið Nikkólína og Páll Óskar syngur fyrir þá sem ekki hafa aldur til að mæta á dansleik.
Deginum lýkur síðan á dansleik með Páli Óskari í Dalabúð og kosningavöku á Bjargi.