Jörfagleði – laugardagur

Dalabyggð Fréttir

Lífið er list er yfirskrift sýningar íbúanna á hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Á sýningunni má finna ýmis verk eftir vel flesta íbúa heimilisins. Má þar meðal annars nefna málverk, ljósmyndir og glervörur.
Í íþróttahúsinu á Laugum verður innanhúsmót í fótbolta, í Auðarskóla jóganámskeið og í Tjarnarlundi Davíðsmótið í bridge.
Í Dalabúð verður dagskrá yfir miðjan daginn þar sem fram koma Hlöðver Smári og félagar í hljómsveitinni OAS, Gospelkórinn, Harmonikkufélagið Nikkólína og Páll Óskar syngur fyrir þá sem ekki hafa aldur til að mæta á dansleik.
Deginum lýkur síðan á dansleik með Páli Óskari í Dalabúð og kosningavöku á Bjargi.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei