Jörfagleði – Lífið er list

Dalabyggð Fréttir

Lífið er list er yfirskrift sýningar íbúa hjúkrunarheimilisins á Fellsenda. Sýningin verður opin laugardaginn 27. apríl og sunnudaginn 28. apríl kl. 12-17 báða dagana.
Á sýningunni má finna ýmis verk eftir vel flesta íbúa heimilisins; málverk, ljósmyndir og glervörur.
Einstakir fjöllistamenn leynast á Fellsenda og sést það vel á verkum þeirra. Nú þegar njóta mörg verk þeirra aukinna vinsælda í samfélaginu.
Sýningin er einnig hluti af listahátíðinni List án landamæra.

Jörfagleði

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei