Jörfagleði – Ljósmyndasýning Tona

Dalabyggð Fréttir

Vestur- og Norðurland með augum Tona nefnist ljósmyndasýning Tona á Jörfagleði. Sýningin verður í sólskála Samkaupa alla daga Jörfagleði og er opin á opnunartímum verslunarinnar.
Björn Anton Einarsson betur þekktur sem Toni er áhugaljósmyndari búsettur í Búðardal. Myndavélin er aldrei langt undan á ferðum hans og á þessari sýningu eru 7 myndir héðan úr Dalabyggð og af Norðvesturlandi.

1. Speglun
2. Fyrir norðan
3. Hvítserkur
4. Skerðingsstaðarrétt
5. Sígur á seinni hlutann
6. Laxá í Dölum
7. Uppáhalds

Jörfagleði

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei