
Kómediuleikhúsið sýnir Sigvalda Kaldalóns í Tjarnarlundi kl. 20:30. Höfundur verksins og leikari er Elfar Logi Hannesson. Hljóðfæraleikari og leikkona er Dagný Arnalds. Í leikritinu er rakin saga Sigvalda Kaldalóns þau 11 ár sem hann er læknir í Nauteyrarumdæmi. Á þessum árum samdi hann mörg af sínum helstu sönglögum. Boðið verður upp á súpu á leiksýningunni.
Þorrakórinn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar heldur söngskemmtun í félagsheimilinu á Staðarfelli kl. 20:30. Gestir kórsins verða Snorri Hjálmarsson Syðstu-Fossum, Viðar Guðmundsson Miðhúsum og systurnar Barbara Ósk og Íris Björg Guðbjartsdætur frá Kvennahóli.