Jörfagleði – Páll Óskar ofl.

Dalabyggð Fréttir

Á kjördag, laugardaginn 27. apríl, verður opið hús í Dalabúð frá kl. 3 sem endar um kl. 6 á að Páll Óskar tekur nokkur lög.
Þar munu stíga á stokk Hljómsveitin OAS með Hlöðver Smára. Gospelkórinn flytur nokkur lög og harmonikkufélagið Nikkólína hér.
Í lokin mun síðan Páll Óskar taka nokkur lög og hita sig og ballgesti þannig upp fyrir kvöldið. En ekki síst er þetta tilvalið tækifæri fyrir þá yngri og aðra þá sem ekki komast á dansleikinn um kvöldið að koma og hlusta á Pál Óskar.

Jörfagleði 2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei