Jörfagleði – Sigvaldi Kaldalóns

Dalabyggð Fréttir

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Sigvalda Kaldalóns í Tjarnarlundi síðasta vetrardag 24. apríl kl. 20:30.
Höfundur verksins og leikari er Elfar Logi Hannesson. Hljóðfæraleikari og leikkona er Dagný Arnalds.
Í leikritinu er rakin saga Sigvalda Kaldalóns þau 11 ár sem hann er læknir í Nauteyrarumdæmi. Á þessum árum samdi hann mörg af sínum helstu sönglögum.Í leikritinu eru flutt mörg þeirra laga sem hann samdi á sínum Kaldalónsárum. Meðal þeirra eru; Við Kaldalón, Þú eina hjartans yndið mitt, Sofðu góði sofðu og Svanurinn minn syngur.
Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhús Vestfjarða og hefur sérhæft sig í að vinna úr sagnaarfi Vestfjarða. Sigvaldi Kaldalóns er 33. uppfærsla Kómedíuleikhússins.
Miðaverð er 3.000 kr fyrir fullorðna og 1.500 kr fyrir börn á grunnskólaaldri. Innifalið er súpa og kaffi.

Jörfagleði

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei