Jörfagleði – sumardagurinn fyrsti

Dalabyggð Fréttir

Setning Jörfagleði verður í Dalabúð kl. 13. Þar koma fram Kvennakór Kópavogs, Nikkólína, Gospelkórinn og Kór eldri borgara.
Auk ofangreindra sýninga verður árleg firmakeppni Hesteigendafélagsins í Búðardal, skrúðganga og fjölskylduskemmtun í Skeggjabúð.
Í Rauðakrosshúsinu verður Birna Lárusdóttir þjóðfræðingur með erindi um Staðarfellsstelpurnar, þjóðsögur lesnar og eldri borgarar með kaffiveitingar.
Deginum lýkur síðan með spurningakeppni í Dalabúð.

Jörfagleði

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei