
Annað á dagskrá Jörfagleði í dag eru sýningarnar Vestur- og Norðurland með augum Tona, Búðardalur-Augnablikin heima, sýningar í Auðarskóla og sýning og spjall á Silfurtúni.
Auk ofangreindra sýninga verður árleg firmakeppni Hesteigendafélagsins í Búðardal, skrúðganga og fjölskylduskemmtun í Skeggjabúð.
Í Rauðakrosshúsinu verður Birna Lárusdóttir þjóðfræðingur með erindi um Staðarfellsstelpurnar, þjóðsögur lesnar og eldri borgarar með kaffiveitingar.
Deginum lýkur síðan með spurningakeppni í Dalabúð.