Jörfagleði – sunnudagur

Dalabyggð Fréttir

Kjartan Sveinsson tónlistarmaður fóstra rímnahandritsins frá Staðarhóli í Saurbæ afhendir Dalamönnum eftirlíkingu handritsins í Tjarnarlundi í dag, sunnudag, kl. 14.
Þar mun einnig Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segja frá handritinu og Steindór Andersen kveða rímur úr því. Frá byrjun júní verður sýningin að Laugum í Sælingsdal.
Markar það upphaf að verkefninu Handritin alla leið heim til að minnast 350 ára afmælis Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara.
Hægt verður að skoða tvær ljósmyndasýningar; Vestur- og Norðurland með augum Tona í Samkaup og Búðardalur-Augnablikin heima í Leifsbúð.
Deginum átti síðan að ljúka með Rikka í Gröf og Ragga Bjarna, en sá dagskrárliður fellur úr dagskrá Jörfagleði og verður síðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei