Jörfagleði – sýningar í Auðarskóla

Dalabyggð Fréttir

Þrjár sýningar verða í Auðarskóla á Jörfagleði fimmtudag og laugardag kl. 14-17.

Samband breiðfirskra kvenna 80 ára

Samband breiðfirskra kvenna verður 80 ára í ár og af því tilefni efnir félagið til sýningar á hlutum í eigu félagsins.
Fyrsti fundur Sambands breiðfirzkra kvenna var haldinn á Hellissandi 1. júní 1933. Stofnfélög voru kvenfélög á Hellissandi, Breiðuvík, Eyrarsveit, Helgafellssveit, Staðarsveit, Saurbæ, Fellsströnd, Hvammssveit og Miðdölum. Fyrsti formaður félagsins var Ingveldur Á Sigmundsdóttir kennari á Hellissandi.

Smáhlutasýning

Sýnd verða fjölbreytileg söfn Dalamanna á smáhlutum.

Fuglasafn Björns St. Guðmundssonar

Fuglasafn Björns St. Guðmundssonar frá Reynikeldu verður til sýnis. Safnið er í eigu Byggðasafns Dalamanna, en hefur verið í vörslu og til sýnis í Auðarskóla.

Jörfagleði 2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei