Laus störf

Dalabyggð Fréttir

Umsóknarfrestur í Vinnuskólann, flokkstjóra og í tímabundin störf rennur út í dag, föstudaginn 18. maí. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Dalabyggðar (opið kl. 10-14) og á vef Dalabyggðar.

Vinnuskóli

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 11. júní til 31. júlí fyrir unglinga fædda árin 1996-1999. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri.

Flokkstjóri

Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af að vinna með börnum og hafi bíl til umráða.

Tímabundin störf

Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn Dalabyggðar um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Um tvö störf er að ræð í tvo mánuði, júní og júlí. Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei