Laust starf: Forstöðumaður íþróttamannvirkja við Sælingsdalslaug.

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða forstöðumann íþróttamannvirkja við Sælingsdalslaug.

Í starfinu felst viðvera á opnunartíma laugarinnar, skipulag vakta, öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæði, afgreiðsla og uppgjör. Umsjónarmaður þarf að hafa sótt námskeið fyrir sundlaugaverði.
Við leitum að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega með ríka þjónustulund.

Um er að ræða 50% starf september til maí og 100% starf júní til ágúst. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf ekki síðar en um miðjan desember. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélag og Starfsmannafélags Dala-og Snæfellsness.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á netfangið sveitarstjori@dalir.is. Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 21. október næstkomandi.

Sjá einnig: Laus störf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei