Lestur er bestur

Dalabyggð Fréttir

Bókasafnsdagurinn verður haldin hátíðlegur um allt land þriðjudaginn 17. apríl. Héraðsbókasafn Dalasýslu tekur að sjálfsögðu þátt í deginum.
Tónlistaratriði verða á milli 15 og 16.
Nokkrir Dalamenn bentu á sína uppáhaldsbók, þó flestir eigi margar og eigi erfitt að gera upp á milli þeirra. Uppáhaldsbækurnar munu ligga frammi til sýnis.
Gamlar biblíur og húslestrabækur verða til sýnis ásamt ljóðabókum eftir Dalamenn.
Bókakistan verður opin og í henni bækur sem þið megið hirða ef þið viljið.
Ýmislegt fleira verður í boði, kaffi þar með talið. Allir eru velkomnir.

Héraðsbókasafn Dalasýslu

Kynningarnefnd bókasafn

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei