Opna hrútamótið í knattspyrnu

Dalabyggð Fréttir

Opna hrútamótið í innanhúsknattspyrnu verður haldið laugardaginn 27. október í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal.
Keppt verður í kvenna- og karlaflokkum og skulu fjórir leikmenn vera inni á vellinum í senn. Miðað er við að keppendur séu a.m.k. komnir í 9. bekk grunnskóla. Þó er hægt að sækja um undanþágur fyrir yngri keppendur
Skrá þarf lið til keppni og er síðasti skráningardagur fimmtudagurinn 25. október. Ekkert keppnisgjald er á mótið í ár.
Á móti skráningum taka Siggi Bjarni (sími: 844 6908), Magnús (sími: 868 4075) eða Guðbjartur (sími: 8219421). Einnig er hægt að hafa tilkynna þátttöku á fb-síðu Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.
Takmarkaður fjöldi liða getur tekið þátt í mótinu og fyrstir til að skrá sig verða með og því engin ástæða að draga skráningu.

Haustfagnaður FSD

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei