Opnun sundlaugar og reglur

Dalabyggð Fréttir

Frá og með 18.maí opnar sundlaugina að Laugum aftur.

Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis gildir eftirfarandi um sundlaugina að Laugum þar til annað er tilkynnt:

Gestir mega að hámarki vera 19 í karlaklefa og 19 í kvennaklefa, börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.

Nálægðatakmörk gilda ekki á sundlaugasvæði en taka skal mið af því og koma til móts við viðkvæma hópa eins og kostur er.

Jafnframt er óskað eftir því við gesti að virða það að dvelja ekki lengur en 1,5─2 klst. í hverri heimsókn.

Umsjónarmanni er heimilt að loka sundstað ef hámarksfjöldi næst þar til fjöldi minnkar aftur.

Upplýsingaskilti munu verða sýnileg í og við sundlaug ásamt því að sótthreinsispritt er aðgengilegt á nokkrum stöðum.

Opnunartími í maí:

Mánudagar frá kl.17 til 22
Miðvikudagar frá kl.17 til 22

Laugardaginn 23.maí frá kl.11 til 15

Nýr opnunartími tekur við í byrjun júní.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei