Örsögur og ljósmyndagreining

Dalabyggð Fréttir

Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna laugardaginn 6. febrúar kl. 15. Á dagskrá eru örsögur og ljósmyndagreining.
Til greiningar eru annars vegar ljósmyndir úr filmusafni þeirra feðga Jóns og Guðmundar í Ljárskógum. Eru þær nú í láni frá Ljósmyndasafni Þjóðminjasafns Íslands til greiningar. Má þar finna Dalamenn, Strandamenn, Austur-Barðstrendinga, skólamyndir frá Hjarðarholti og Staðarfelli, húsamyndir og fleira. Hins vegar eru til greiningar myndir í vörslu Byggðasafns Dalamanna.
Safnið verður opið kl. 14-18, kaffi á könnunni, spjall og aðgangseyrir sem fyrr 500 kr. fyrir fullorðna.
Fyrir sundáhugafólk þá er Sælingsdalslaug opin á sama tíma.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei