Reglur um sérstakar húsaleigubætur í Dalabyggð

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð býður upp á þrenns konar stuðning í húsnæðismálum með hliðsjón af aðstæðum hvers og eins; félagslegt húsnæði, almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur.
Á fundi sveitarstjórnar 18. febrúar voru samþykktar reglur um sérstakar húsaleigubætur í Dalabyggð.
Sérstakar húsaleigubætur eru ákvarðaðar til 4ra mánaða í senn. Umsóknir um sérstakar húsaleigubætur skulu berast fyrir 15. janúar, 15. maí og 15. september ár hvert og endurnýjaðar á 4 mánaða fresti.

Reglur um sérstakar húsaleigubætur

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei