Reglur um úthlutun á leiguíbúðum.

Dalabyggð Fréttir

Reglur um úhlutun leiguíbúða í Dalabyggð voru samþykktar á sveitarstjórnarfundi 21. febrúar og taka gildi frá og með þeim degi.
Reglurnar ná yfir þær leiguíbúðir sem Dalabyggð á eða hefur umráð yfir og leigir út til einstaklinga eða fyrirtækja, að undanskildum þjónustuíbúðum fyrir aldraða og öryrkja.
Í reglum þessum er forgangsröðun, ef eftirspurn eftir leiguíbúðum verður meiri en hægt er að anna. Sé ekki eftirspurn eftir íbúðum getur Dalabyggð leigt íbúðirnar öðrum þrátt fyrir að viðkomandi uppfylli ekki forgangsákvæði.
Í reglunum koma fram skilyrði fyrir úthlutun leiguíbúða, undanþágur frá tekju- og eignamörkum og hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn.
Þá er fjallað um málsmeðferð, gerð leigusamnings, uppsagnarákvæði og málsskotsrétt.
Reglur þessar sem og aðrar reglur og samþykktir sem gilda í Dalabyggð eru birtar undir liðnum stjórnsýsla -> reglur og samþykktir hér á vef Dalabyggðar.

Reglur Dalabyggðar um úthlutun á leiguíbúðum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei