Sælingsdalslaug

Dalabyggð Fréttir

Opnunartímar Sælingsdalslaugar í febrúar eru á þriðjudögum kl. 15:30-20:00, miðvikudögum kl. 18:00-21:45 og fimmtudögum kl. 15:30-18:00.
Þeir sem vilja koma sérstaklega að synda er velkomið að hafa samband við forstöðumann upp á möguleika á að synda í lauginni fyrir utan almenna opnunartíma.
Til dæmis er hægt að synda þá daga sem opið er fyrir Ungmennabúðirnar, því þá er sundvörður á svæðinu. En því miður er ekki pláss í pottinum. Ungmennabúðirnar nýta laugina á mánudögum kl. 20-21, þriðjudögum kl. 20-21 og miðvikudögum kl. 17-18.
Þá geta hópar samið um séropnun með fyrirvara. Starfsemi er að öllu jöfnu á Laugum mánudaga—fimmtudaga kl. 8-18.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei