Sælingsdalslaug janúar

Dalabyggð Fréttir

Opnunartímar 6. janúar-31. janúar eru á þriðjudögum kl. 15:30-20:00, miðvikudögum kl. 18:00-21:45 og fimmtudögum kl. 15:30-18:00.
Opið verður til reynslu fyrir alla í sund á þriðjudögum frá kl. 15:30. Engin tími er laus í íþróttasalnum fram að páskum nema um helga og frá og með 1. janúar verður bumbubolti lagður niður. Þeir sem vilja spila fótbolta eru beðnir að hafa samband við Guðna hjá UDN, en UDN verður með tvær fótboltaæfingar í viku á Laugum eftir áramót. Opnunartími sundlaugarinnar miðast að hluta til við æfingar í húsinu.
Þeir sem vilja koma sérstaklega að synda er velkomið að hafa samband við forstöðumann upp á möguleika á að synda í lauginni fyrir utan opnunartíma. T.d. er hægt að synda þá daga sem Ungmennabúðirnar eru með opið því þá er sundvörður á svæðinu, en því miður er ekki pláss í pottinum. Ungmennabúðirnar nýta laugina á mánudögum kl. 20-21, þriðjudögum kl. 20-21 og miðvikudögum kl. 17-18 (mjög fáir unglingar sem nýta þá opnun).
Þá geta hópar samið um séropnun með fyrirvara. Starfsemi er að öllu jöfnu á Laugum mánudaga—fimmtudaga kl. 8-18.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei