Sælingsdalslaug lokað samkvæmt reglugerð

Dalabyggð Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á miðnætti laugardaginn 31. október.

Sömu reglur munu gilda um allt land og er þar tiltekið að sund- og baðstöðum skuli lokað.

Vegna þessa verður Sælingsdalslaug nú lokað til og með 17.nóvember n.k. og verður staðan þá metin út frá nýjum tilmælum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei