Sælingsdalslaug lokað vegna hertra sóttvarnaaðgerða

Dalabyggð Fréttir

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sund – og baðstöðum verði lokað.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis um að grípa tafarlaust til ráðstafana vegna hópsýkinga innanlands að undanförnu til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hertar reglur munu gilda í 3 vikur samkvæmt tilkynningu ráðherra.

Vegna þessa verður Sælingdalslaug lokað eftir opnun í dag, til að framfylgja sóttvarnaaðgerðum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei